Vart hefur orðið við aukinn áhuga fólks sem vill dvelja tímabundið hér á landi til þess að starfa í fjarvinnu, svokallaðra stafrænna flakkara. „Heimurinn er eitt markaðssvæði og lítil sem engin landamæri sem ráða því hvar fólk getur unnið,“ segir…
Tölvuvinnsla Fjarvinna hefur færst í vöxt hérlendis og erlendis.
Tölvuvinnsla Fjarvinna hefur færst í vöxt hérlendis og erlendis. — Ljósmynd/Colourbox

Vart hefur orðið við aukinn áhuga fólks sem vill dvelja tímabundið hér á landi til þess að starfa í fjarvinnu, svokallaðra stafrænna flakkara. „Heimurinn er eitt markaðssvæði og lítil sem engin landamæri sem ráða því hvar fólk getur unnið,“ segir Tómas Ragnarz eigandi Regus sem leigir út aðstöðu til einstaklinga og fyrirtækja.

Íslenskum reglum um langtímavegabréfsáritanir var breytt árið 2020 og var erlendum ríkisborgurum í ákveðnum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins gert kleift að dvelja á Íslandi til þess að stunda vinnu sína hjá erlendum fyrirtækjum. Tómas segir áhuga hafa aukist frá því að reglum var breytt en að ganga megi enn lengra í því að auðvelda erlendum stafrænum flökkurum að hafa aðsetur hér á landi.

Birta Bjargardóttir bankastjóri Blábankans segir stafræna flakkara í fjarvinnu vera sístækkandi hóp. Blábankinn er nýsköpunar- og samfélagsmiðstöð á Þingeyri sem býður meðal annars upp á vinnuaðstöðu fyrir einstaklinga til útleigu.

...