Eftir Valdimar Tómasson. JPV útgáfa, 2017. Mjúk kápa, 31 bls.
Skáldið Í ljóðunum í bók sinni Dvalið við dauðalindir yrkir Valdimar Tómasson um dauðann með athyglisverðum og oft fögrum hætti.
Skáldið Í ljóðunum í bók sinni Dvalið við dauðalindir yrkir Valdimar Tómasson um dauðann með athyglisverðum og oft fögrum hætti. — Morgunblaðið/Hari

Þessi litla og laglega bók er, eins og felst í titlinum Dvalið við dauðalindir , helguð einu viðfangsefni: dauðans óvissa tíma og að segja má þeirri fró sem í dauðanum felst. Í kverinu eru 25 kvæði, það er hálfgildings bálkur um ævilokin, og tónninn er sleginn í því fyrsta:

Spor mín liggja til dauðans

og þrá mín

þekkist við hann.

Lífið hverfist

í laufvana greinar

og nákaldan næturblæ.

Bókin kom út í fyrravor og hefur sýnilega ratað til sinna því eintak rýnis er úr annarri prentun og er ánægjulegt að sjá að ljóðabækur þurfi að endurprenta. Eins og hér má sjá gengst ljóðmælandinn við þeirri staðreynd að sporin liggi til dauðans og sá tónn ríkir í verkinu að ljóðmælandinn fagnar þeirri vissu, eins og hér að ofan þar sem þrá hans

...