Fyrrverandi forseti gríska þingsins segir ESB hafa breytt sér í alræðisríki

Dómsdagsspár hafa ýmsar fallið á umliðnum árum og oftar en ekki reynst ýkjur og óramál. Ísland átti að verða að Kúbu norðursins ef þeir, sem binda vildu landið á skuldaklafa, fengju ekki sínu framgengt. Bretar áttu að sogast ofan í niðurfall eymdar og örbirgðar samþykktu þeir útgöngu úr Evrópusambandinu.

Grikkir voru varaðir við því á svipuðum dómsdagsnótum að hafna kröfum lánardrottna. Þegar þeir virtu hótanirnar að vettugi var niðurstaða þjóðaratkvæðis virt að vettugi. Og hver var niðurstaðan? Gríska hagkerfið hefur skroppið saman um fjórðung frá 2008. Hlutfall skulda af landsframleiðslu er 179% og atvinnuleysi er 25%.

Zoe Konstantopoulou var forseti gríska þingsins 2015 til 2016. Hún sat á þingi fyrir flokkinn Syriza, en sagði sig úr flokknum þegar hann samþykkti að gangast undir kröfur lánardrottna Grikklands. Hún er stödd hér á landi og segir í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, að hún hafi viljað koma til Íslands

...