Hvers vegna þessi þögn um sjónarmið Áslaugar Friðriksdóttur?

Í blaðinu Mannlífi, sem út kom fyrir skömmu, birtist athyglisvert viðtal við Áslaugu Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún fjallar um bæði borgarmál og Sjálfstæðisflokkinn í ljósi eigin reynslu af því að starfa fyrir flokkinn á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur.

Þetta er athyglisvert viðtal sem er eftirsóknarverð lesning fyrir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og innlegg í umræður sem verða að fara fram innan þess flokks, eigi hann að hafa einhverja möguleika á að ná sér á strik og endurheimta fyrra fylgi.

Áslaug segir m.a.:

„Ég tel að í gegnum tíðina hafi það verið einn helzti styrkleiki flokksins að hafa umburðarlyndi fyrir blæbrigðum skoðana innan hans. Þetta umburðarlyndi hefur verið ein forsenda þess að flokkurinn hefur verið jafnstór og raun ber vitni. Skortur á þessu umburðarlyndi mun ekki stækka, heldur þvert á móti minnka flokkinn í Reykjavík.“

Og hún

...

Höfundur: Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is