Brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu kemur til með að hafa víðtæk áhrif, meðal annars fyrir okkur Íslendinga.
Brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu kemur til með að hafa víðtæk áhrif, meðal annars fyrir okkur Íslendinga. — AFP

Segja má að Bretar hafi verið pönkararnir í Evrópusambandinu; gjarnan tilbúnir að standa uppi í hárinu á Þjóðverjum og Frökkum. Hvaða áhrif mun brotthvarf þeirra úr sambandinu hafa á smærri ESB-ríkin, sem Bretar hafa veitt skjól? Og hvað þýðir Brexit fyrir smáþjóðir utan ESB, eins og Ísland? Þessu reyna Baldur Þórhallsson prófessor og danskur kollegi hans, Anders Wivel, að svara í grein sem birtast mun í nýrri bók um áhrif Brexit. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

Brexit er áskorun fyrir hin smærri ríki Evrópu; innan Evrópusambandsins sem utan. Endurskipulagning sambandsins eftir útgöngu Breta er líkleg til að færa Þjóðverjum og Frökkum ennþá meiri völd í hendur og tryggja ítök þeirra í álfunni, undir forystu Þjóðverja. Það gæti átt eftir að draga úr áhrifum hinna smærri ríkja. Enda þótt menn hafi gjarnan hent gaman að Bretum fyrir að vera „fíllinn í postulínsbúðinni“, höfðu mörg smærri ríkjanna hag af því að einhver...