Eftir Sigurð Svavarsson, Heiðar Inga Svansson, Birgittu Elínu Hassel, Egil Örn Jóhannsson, Pétur Má Ólafsson, Dögg Hjaltalín, Önnu Leu Friðriksdóttur og Maríu Rán Guðjónsdóttur: „Vinnubrögðin við þessa styrkveitingu eiga hins vegar að heyra fortíðinni tryggilega til og okkur finnst með ólíkindum að þingheimur skuli hafa samþykkt þetta.“
Sigurður Svavarsson
Sigurður Svavarsson

Á árum áður voru styrkir til bókaútgáfu að stórum hluta háðir geðþótta þingmanna og ráðherra. Svo var komið að meiri fjármunum var úthlutað tilviljanakennt með þeim hætti en í gegnum hinn dvergvaxna Bókmenntasjóð sem allir útgefendur gátu sótt í á jafnræðisgrundvelli.

Eftir ótal ábendingar í áranna rás var meira að segja stjórnvöldum farið að blöskra ástandið og þá var ákveðið að safna smáum sjóðum saman undir hatti Miðstöðvar íslenskra bókmennta, þar sem allar umsóknir yrðu háðar faglegu mati. Jafnframt skyldi efla sjóðina með því að leggja af þá styrki sem læddust inn á fjárlög eða áttu sér uppruna í skúffum ráðherra og færa sambærilega upphæð til Míb. Enn fremur var sú skylda lögð á herðar styrkþegum að þeim bæri að endurgreiða styrkina ef viðkomandi verk voru ekki komin út að ákveðnum tíma liðnum. Allir voru sammála um að með þessu væri ráðist í siðbót í meðferð á opinberu fé til bókaútgáfu.

Nú ber svo við að fyrir helgina

...