Eftir Njörð P. Njarðvík: „Spurningin um dönskukennslu snýst því í raun um hvort við viljum halda áfram að vera norræn þjóð eða festa okkur enn frekar í sessi sem (ó)menningarleg hjálenda Bandaríkjanna.“
Njörður P. Njarðvík
Njörður P. Njarðvík

Í nýlegri könnun kemur fram að skoðanir eru skiptar um hvort halda skal áfram að kenna dönsku í íslenskum skólum, eða kenna annað erlent tungumál í hennar stað. Ekki kemur fram nein vísbending um hvað koma skuli í staðinn.

Rétt er að benda á í þessu samhengi, að við höfum í reynd aldrei valið okkur dönsku. Við kennum dönsku einfaldlega vegna þess að við vorum dönsk hjálenda. Raunar má færa rök fyrir því að danska henti okkur einna síst af Norðurlandamálum. Framburður hennar er okkur býsna erfiður og svo má bæta því við,að aðrar norrænar þjóðir skilja dönsku misvel. Á norrænum fundum hef ég oftsinnis þýtt úr dönsku fyrir Svía.

Sú norræna tunga sem væri okkur auðveldust er Finnlandssænska, sænska eins og hún er töluð í Finnlandi. Famburður hennar er okkur mjög auðveldur, forðaforði ögn eldri en ríkissænskunnar, sem hentar okkur ágætlega. Og við þetta bætist svo að aðrar norrænar þjóðir skilja Finnlandssænsku næsta fyrirhafnarlítið. Ekki

...