Læknum sem eru aðilar að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna fjölgaði úr 343 árið 2014 í 357 árið 2016. Árið 2017 fjölgaði þeim enn frekar, í 368 lækna og í dag eru 347 læknar aðilar að rammasamningnum. Læknum sem eru aðilar að samningnum hefur því í heild fækkað um 21.

Læknar sem eru aðilar að rammasamningum skiptast þannig eftir sérgreinum:

Augnlæknar eru 33, barnalæknar 38, bæklunarlæknar 26, geðlæknar 34, háls- nef-, og eyrnalæknar 23, húðlæknar 18, kvensjúkdómalæknar 29, gigtarlæknar 9, hjartalæknar 28, meltingarlæknar 17, skurðlæknar 19, svæfingalæknar 25, taugalæknar 6, þvagfæralæknar 11 og lýtalæknar 6. Aðrar sérgreinar hafa færri lækna. Þessar tölur eru frá 2016 en hafa ekki breyst að ráði.

Nú er unnið að undirbúningi nýs samkomulags við sérfræðilækna í velferðarráðuneytinu. Miðað er við að það samkomulag uppfylli ákveðin skilyrði, sem eru í samræmi við ráðleggingar og

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir