Eftir Högna Óskarsson, Sigurð Árnason og Sigurð Guðmundsson: „Framlegð heilbrigðisþjónustunnar er mikilvæg fyrir einstaklinga og samfélagið. Ráðherra stefnir nú í að hleypa heilbrigðiskerfinu í uppnám.“
Högni Óskarsson
Högni Óskarsson

Umræðan um íslenska heilbrigðiskerfið hefur lengi verið föst í vel þekktu hjólfari, ekki síst nú þegar fjallað er um stofurekstur sérfræðilækna utan sjúkrahúsa. Einblínt er á kostnað, hagræðingu og sparnað. Lítt eða aldrei talað um það, sem skiptir mestu máli, en það er framlegð heilbrigðiskerfisins til samfélagsins og arðurinn sem skapast af störfum heilbrigðisstarfsmanna. Að lækna, líkna og að hjálpa hverjum einstaklingi til þess að verða eins gefandi og vinnufær og kostur er. Ef ársreikningar fyrirtækja og stofnana væru með svipuðu sniði, þá væru aðeins kostnaðarliðir taldir upp, en ekki tekjur. Það er því tilefni til þess að minna á þá vel þekktu staðreynd að íslenska heilbrigðiskerfið er með þeim bestu í heimi og er þá sama hvort litið sé til aðgengis og gæða, eða árangurs í meðferð alvarlegra sjúkdóma. Um þetta vitna nýlegar greinar í vísindaritum og skýrslum alþjóðastofnana.

Framlegð

Hver er...