Eftir Reyni Arngrímsson: „Samningar um sérhæfða heilbrigðisþjónustu lækna eru líka stjórntæki til að stýra og tryggja sanngjarnt greiðsluhlutfall almennings.“
Reynir Arngrímsson
Reynir Arngrímsson

Hugmyndir um samhjálp landsmanna má rekja allt aftur til þjóðveldisaldar. Fyrsta sjúkrasamlagið var stofnað 1897 og Sjúkrasamlag Reykjavíkur 1909 var stofnað af Oddfellow-reglunni sem samdi um gjaldskrá við lækna í Reykjavík. Tryggingastofnun ríkisins var stofnuð með heildstæðum lögum um alþýðutryggingar 1936. Lög um almannatryggingar tóku gildi 1. janúar 1947 í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokksins. Markmiðið var að koma á á fót almannatryggingakerfi sem næði til allrar þjóðarinnar án tillits til stétta eða efnahags.

Samningar um þjónustu lækna ná aftur til árdaga þessarar hugmyndafræði. Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) tóku til starfa 2008 og hafa verið samningsaðili Læknafélags Reykjavíkur frá þeim tíma, en samningurinn er gerður við lækna sem veita þjónustu einstaklingum sem eru sjúkratryggðir á grunni laga um almannatryggingar. Með samningnum er lagður grunnur að sérhæfðri heilbrigðisstarfsemi sjálfstætt

...