Forgangsröðun opinberra fjármuna er eitt mikilvægasta verkefni kjörinna fulltrúa. Samspil þess að ákveða hvað skuli fjármagnað úr sameiginlegum sjóðum og vera verkefni hins opinbera og þá hvaða verkefni séu fremri öðrum er áskorun sem allir ábyrgir stjórnmálamenn standa fyrir. Því virðist þó öðruvísi farið hjá Reykjavíkurborg, sem hefur á undanförnum árum ekki mikið horft til forgangsröðunar þegar kemur að fjármunum borgarbúa. Það kristallast einna skýrast í 257 milljóna framúrkeyrslu þegar Reykjavíkurborg ákvað að verja, eða eyða eftir því hvernig á það er litið, fjármunum í endurbyggingu á bragga og tengibyggingum. Áætlað var að verja 158 milljónum króna í verkefnið en kostnaðurinn er nú þegar kominn í 415 milljónir – án þess að verkefnið sé fullklárað.

Kostnaður braggans er enn eitt dæmið um forystuleysi í Reykjavík. Enginn einstaklingur, fjölskylda eða fyrirtæki í einkarekstri hefði þolað slíkan kostnað eða umframkeyrslu á framkvæmd. Það virðist

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir