Eftir Sighvat Björgvinsson: „Og nú á gamla fólkið á Íslandi að eyða síðustu ævidögum sínum í að lifa á þessum eitruðu vörum.“
Sighvatur Björgvinsson
Sighvatur Björgvinsson

Á dauða mínum get ég átt von – enda búinn að lifa lengi. Hins vegar brá mér illilega í brún þegar ég las í Morgunblaðinu fyrir skömmu, staddur í útlöndum, að búið væri að selja Íslendingum – og þá einkum eldri borgurum – dvalarhúsnæði á Spáni fyrir eitt þúsund og sjö hundruð milljónir króna og þar ætlaði fólkið sér að búa og dveljast til einhverrar frambúðar. Og á hverju ætlar þetta fólk sér að lifa? Á fæðu, sem þið hafið um áratugi varið íslensku þjóðina fyrir sakir hættulegra eituráhrifa.

Mér eru minisstæð ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur ráðherra um sýkingarhættu þessara matvæla sem og margítrekaðar lýsingar Páls Péturssonar, ráðherra og eiginmanns hennar, á skelfilegum afleiðingum þess ef íslenskir ríkisborgarar færu að leggja sér slíkt eitur til munns. Svo ekki sé talað um landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins sem allt til síðasta manns hafa reynt að vernda íslenska þjóð fyrir þeirri skelfilegu hættu sem fylgir útlendu kjöti – og útlöndum

...