Sagan kennir okkur að flestir stjórnmálamenn vilja vernda sérhagsmunahópa (atkvæði) og berjast gegn frelsi fyrir alla, til dæmis þegar lönd eru með verndartolla og innflutningshöft til þess að vernda innlenda framleiðslu gegn erlendri samkeppni. Kosturinn við samkeppnina er einmitt að hún hvetur fyrirtæki til þess að selja betri vörur og þjónustu en aðrir á sem hagstæðustu verði fyrir neytendur. Þegar stjórnmálamenn berjast gegn innflutningi á erlendum vörum birtast þeir oft sem sauðir í sauðargærum og flytja fagurgala um að þeir séu að vernda saklausan almenning fyrir hinum hræðilegu útlendingum.

Nú í vikunni féll dómur í máli ríkisins gegn Ferskum kjötvörum. Málsatvik eru í stuttu máli þau að íslenska ríkið var dæmt til að greiða fyrirtækinu bætur vegna þess að því var bannað að flytja inn ferskt hrátt kjöt. Þessi dómur er fagnaðarefni fyrir neytendur, en með honum er hafnað skorðum sem settar voru við innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk

...

Höfundur: Benedikt Jóhannesson