Faraldur fíkniefna og glæpastarfsemi þeim tengd orðin að veruleika

Hið pólitíska andrúmsloft í landinu er heldur andsnúið ríkisstjórninni um þessar mundir. Þar kemur ýmislegt til, í fyrsta lagi ákvarðanir kjararáðs fyrir tveimur árum sem ásamt öðrum ákvörðunum sem teknar hafa verið um launahækkanir fámennra hópa hafa sett kjaraviðræður sem eru að hefjast í alvarlegan hnút. Í öðru lagi opin uppreisn innan, alla vega Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gegn samþykkt þriðja orkupakkans frá ESB og nú síðast afar klaufaleg framsetning á fjárveitingum til öryrkja í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.

Öryrkjar upplifa breytingar á upphaflegum tillögum um fjárveitingar til þeirra sem svik sem þýðir að þeir sem kjósendahópur eru líklegir til að skipa sér í sveit með lægst launaða fólkinu innan verkalýðsfélaganna í þeim átökum sem framundan eru.

Þótt ekki kæmi annað til er ljóst að stjórnmálamenn þurfa að taka þær skyldur sínar sem kjörnir fulltrúar alvarlegar en þeir hafa gert að stuðla að víðtækum sáttum

...

Höfundur: Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is