Eftir Ólaf F. Magnússon: „... þar var ég sagður spilltur stjórnmálamaður, drykkjusjúklingur og furðufugl...“

Ég er þakklátur því grandvara fólki, sem nú kemur fórnarlömbum ofbeldis- og drykkjuumræðu til varnar. Þar eru framarlega í fylkingu þeir sömu fjölmiðlamenn, leikarar og stjórnmálamenn, sem opinberlega niðurlægðu mig, ötuðu mig auri, lugu um mig, kröfðu mig um læknisvottorð, lögsóttu mig og lögðu í einelti mánuðum og árum saman.

Þessi hryllingur stóð yfir allt frá „stóra vottorðsmálinu“, 29. nóvember 2007, þar til lögsókn á hendur mér lauk, 31. ágúst 2013. Að rifja upp allan sorann og ljótyrðin, sem komu fram í skrifum, á blaðamannafundum, í bókunum í borgarráði, Spaugstofuþáttum, áramótaskaupi og Kastljósþáttum, tæki of langan tíma og rými til að unnt sé að gera það í þessari grein.

13. október 2008 birti breska stórblaðið Daily Mail umsögn um mig, byggða á umfjöllun RÚV („Icelandic National TV“), þar sem ég var sagður spilltur stjórnmálamaður, drykkjusjúklingur og furðufugl og væri í taugaáfalli.

Já, þeir

...