Nína Sæunn Sveinsdóttir fæddist á Selfossi 27. september 1935. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 28. desember 2018.

Foreldrar hennar voru Gunnþórunn Klara Karlsdóttir húsfreyja, f. 12.8. 1909, d. 28.2. 1993, og Sveinn Sveinsson bifreiðarstjóri, f. 27.6. 1902, d. 8.7. 1992. Systkini Nínu eru Sveinn Júlíus, f. 15.5. 1933, Ingibjörg Steinunn, f. 24.1. 1942, og Sigurður Garðar, f. 5.3. 1944, d. 9.12. 2013.

Nína giftist árið 1962 Arnóri K. Hannibalssyni, síðar prófessor í heimspeki. Foreldrar hans voru Sólveig Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 24.2. 1904 á Strandseljum í Ögurhreppi, d. 11.5. 1997, og Hannibal Gísli Valdimarsson, verkalýðsleiðtogi, alþingismaður og ráðherra, f. 13.1. 1903 í Fremri-Arnardal í Eyrarhreppi, N-Ísafjarðarsýslu, d. 1.9. 1991.

Börn Nínu og Arnórs eru: 1) Ari Ólafur, f. 1.4. 1962, hann var kvæntur Hildi V. Guðmundsdóttur. Þeirra börn eru Arnkell, f. 1994, og Sæunn Una, f. 1996.

...