Orban ungverski kemur enn á óvart. Í Brussel ná menn ekki upp í nefið á sér
Stefnuræður evrópskra forsætisráðherra eru orðnar æði keimlíkar seinustu árin og er ekki víst að utanaðkomandi gætu fundið út úr því með lestri þeirra einum hvar höfundurinn stæði í stjórnmálum. Á þessu eru þó til undantekningar.

Ungverski forsætisráðherrann, Viktor Orban, fór að minnsta kosti létt með það að vera óvenjulegur þegar hann flutti stefnuræðu sína á sunnudaginn. Hann hefur eins og aðrir heyrt þýska stjórnmálamenn réttlæta gáleysislega innflytjendastefnu sína með því að vísa á það neyðarástand að heimaþjóðin sé ekki lengur sjálfbær. Eigi hennar atbeini einn að sjá um framhald tilverunnar sé vá fyrir dyrum. Þjóðverjar hafa ekki lífeyrissjóði eins og Íslendingar svo að dæmi sé nefnt. Þeir byggja á gegnumstreymiskerfi. Næsta kynslóð verður að halda uppi þeim sem fóru á undan, sem er ærið verkefni með síhækkandi lífaldri.

Ungverski forsætisráðherrann viðurkenndi í stefnuræðu sinni um stöðu og horfur...