Eftir Helgu Hansdóttur: „Mér sárnar fyrir hönd íbúa á hjúkrunarheimilum sem virðast eiga sér fáa talsmenn. Margir greiða hátt verð fyrir dvölina en fá litlu að ráða.“
Helga Hansdóttir
Helga Hansdóttir

Samningar ríkisins við hjúkrunarheimili landsins runnu út á síðasta ári og fjárlög gera ráð fyrir að lækka greiðslur til þeirra á þessu ári. Fyrir hjúkrunarheimilið Mörkina þýðir það um 50 milljóna niðurskurð. Rekstur hjúkrunarheimila hefur lengi verið erfiður og mörg heimili barist í bökkum við að veita lögboðna þjónustu. Það sem einkennir hjúkrunarheimili er að þar býr fólk sem er háð öðrum og getur illa borið hönd fyrir höfuð sér. Heimilin eru rekin samkvæmt fjárlögum hvers árs eins og heilbrigðiskerfið, en íbúar borga hluta af dvalarkostnaði úr eigin vasa en fá að halda vasapeningum. Á móti er allur heimiliskostnaður innifalinn, hjúkrun, hjálpartæki, þjálfun, lyf og lækniskostnaður.

Ég hef verið yfirlæknir á hjúkrunarheimilinu Mörkinni frá upphafi og tekið þátt í að móta starfið. Rekstrarféð hefur þó aldrei dugað alveg og hefur verið margfarið yfir alla þætti rekstursins, endurskipulagt og hagrætt aftur og aftur. Á síðasta ári virtist þó ætla

...