Eftir Björn Rúnar Lúðvíksson: „Öflugt vísindastarf er forsenda hagsældar og öruggrar heilbrigðisþjónustu. Grafalvarleg núverandi staða kallar á stofnun Heilbrigðisvísindasjóðs.“
Björn Rúnar Lúðvíksson
Björn Rúnar Lúðvíksson

Stjórn Rannsóknasjóðs Rannís hefur nýlega lokið úthlutun sinni til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2019. Alls bárust til sjóðsins 359 umsóknir og hlutu einvörðungu 17% þeirra styrkveitingu. Það vekur athygli og verulegar áhyggjur hversu rýr hlutur heilbrigðisvísinda var að þessu sinni. Er það sérstaklega athyglisvert þegar ljóst er að meginþungi vísindagreina sem birtar eru í viðurkenndum erlendum og innlendum vísindatímaritum á rætur sínar að rekja til rannsókna í heilbrigðisvísindum. Niðurstaða úthlutunarinnar fyrir heilbrigðisvísindi var eftirfarandi: Öndvegisstyrkir – ekkert verkefni styrkt (0/3); verkefnastyrkir (6/31); rannsóknastöðustyrkir (1/12); doktorsnemastyrkir (4/15). Niðurstaðan var verulegt áfall fyrir fjölmarga umsækjendur sem ekki hlutu styrki að þessu sinni. Rekstrarstaða margra öflugra rannsóknarhópa er komin að fótum fram og aukin hætta er á því að við missum okkar efnilegasta unga vísindafólk úr landi.

Undirritaður,

...