Eftir Óla Björn Kárason: „Við hægri menn getum haldið áfram að gagnrýna sósíalismann og draga fram jafnt sögulegar sem samtíma staðreyndir. Slíkt er nauðsynlegt en dugar skammt.“
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Íslendingar hefðu seint brotist út úr haftaþjóðfélagi til velmegunar ef hugmyndafræði sósíalismans hefði fengið að ráða. Opinber innflutningsskrifstofa sem útdeildi innflutningsleyfum hefði lifað góðu lífi og Raftækjaverslun ríkisins væri enn starfandi. Epli, appelsínur, erlent sælgæti, fjölbreytilegur fatnaður og annað sem við göngum að sem sjálfsögðum hlutum, væri litið á sem sóun og munað sem ekki ætti að leyfa nema þá helst á jólunum. Almenningur gæti aðeins látið sig dreyma um bíla, mótorhjól, tölvur, snjallsímar og ferðalög til annarra landa.

Sósíalistar hefðu tryggt að ríkið sæti eitt að ljósvakamarkaðinum – engar frjálsar útvarps- eða sjónvarpsstöðvar væru starfræktar. Gamli ríkisrekni Landssíminn sæti einn að markaðinum með tilheyrandi fábreytni og lélegri þjónustu. Nova, Vodafone? Ekki láta ykkur dreyma. Leik- og grunnskóli undir merkjum Hjallastefnunnar væri aðeins til í hugskoti Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Einkareknir skólar eru eitur í

...