Utanríkismál Utanríkisstefna Íslands hefur í auknum mæli einblínt á mannréttindamál og þróunaraðstoð sl. ár.
Utanríkismál Utanríkisstefna Íslands hefur í auknum mæli einblínt á mannréttindamál og þróunaraðstoð sl. ár. — Morgunblaðið/Ernir

Viðtal

Magnús Heimir Jónasson

mhj@mbl.is

Utanríkisstefna Íslands tekur í vaxandi mæli mið af norrænum gildum og utanríkisstefnu hinna Norðurlandanna. Þetta kemur fram í grein Baldurs Þórhallssonar, stjórnmálafræðiprófessors við Háskóla Íslands, sem birtist í greinaflokki um utanríkisstefnu Norðurlandanna. „Þetta er hluti af norrænni rannsókn sem nær til utanríkisstefnu Norðurlandanna fimm og að hvaða marki utanríkisstefna þeirra endurspeglar norræn gildi og viðmið. Einnig er rannsakað hvort utanríkisstefna Norðurlandanna er nær eða fjær þessum sameiginlegum gildum en áður,“ segir Baldur í samtali við Morgunblaðið. Tímabilið sem rannsóknin tekur til er frá lokum seinni heimstyrjaldar og til dagsins í dag.

Danir með aðrar áherslur

Í þessu samnorræna rannsóknarverkefni vekur athygli að Danir eru að færast frá því sem er skilgreint sem...