Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóna, hefur verið í útlegð í hátt á annað ár: „Hvað hefur alltaf verið grundvöllur réttinda milli einstaklinga og þjóða? Mannréttindi.“
Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóna, hefur verið í útlegð í hátt á annað ár: „Hvað hefur alltaf verið grundvöllur réttinda milli einstaklinga og þjóða? Mannréttindi.“ — AFP

Belgíska borgin Waterloo hefur löngum haft víðtækar skírskotanir. Þar var ein atkvæðamesta atlagan að félagslegum umbreytingum stöðvuð með hvelli 18. júní 1815. Ósigur Napóleons á völlunum umhverfis borgina var svo sláandi að Waterloo er samnefnari fyrir allsherjar-hörmungar og klúður af öllu tagi. För minni var heitið þangað til að ræða við einn af aðalleikurunum í öllu nýlegri tilraun til að breyta hinu pólitíska korti Evrópu: Carles Puigdemont, hinn útlæga forseta Katalóníu. Puigdemont er 56 ára gamall, blaðamaður og pólitískur leiðtogi fyrir atbeina örlaganna.

Eftir ákafa sjö ára herferð þar sem höfðað var til almennings og þjóðaratkvæði í október 2017 brugðust stjórnvöld í Madríd við með því að beita valdi. Sjálfstæðissinnaði meirihlutinn á katalónska þinginu undir forustu Puigdemonts stóð þó við gefin loforð og lýsti yfir sjálfstæði frá Spáni síðar í sama mánuði.

Nokkrum mínútum síðar samþykkti öldungadeild spænska þingsins

...