Þjóðleikhúsið Skipað verður á ný í embætti þjóðleikhússtjóra til fimm ára frá og með 1. janúar á næsta ári.
Þjóðleikhúsið Skipað verður á ný í embætti þjóðleikhússtjóra til fimm ára frá og með 1. janúar á næsta ári. — Morgunblaðið/Golli

Baksvið

Andri Yrkill Valsson

yrkill@mbl.is

Deildarstjórar allra deilda Þjóðleikhússins sendu í byrjun mánaðarins yfirlýsingu til þjóðleikhúsráðs og mennta- og menningarmálaráðuneytisins til stuðnings Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra þar sem ánægju með hans störf var lýst. Ari segir stuðninginn mikla hvatningu til þess að sækja um áframhaldandi stöðu þjóðleikhússtjóra, en skipunartímabil hans rennur út um áramót.

Stuðningsyfirlýsing deildarstjóra, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, var send í kjölfar þess að lögmaður Félags íslenskra leikara (FÍL) sendi bréf á þjóðleikhúsráð og til ráðherra menningarmála vegna kvartana í garð þjóðleikhússtjóra, meðal annars vegna samskiptaerfiðleika. Sú óánægja rataði í fjölmiðla í síðustu viku þar sem meðal annars var greint frá því að þess yrði krafist að farið yrði ofan í samskipti þjóðleikhússtjóra við nokkra af þeim listamönnum sem fyrir hann hafa starfað.

...