Í byrjun árs fól ég Embætti landlæknis að gera aðgerðaáætlun til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Embættið hefur nú skilað aðgerðaáætlun í 14 liðum sem lúta meðal annars að heilsueflandi samfélögum, skólum og vinnustöðum, aukinni heilbrigðisfræðslu á öllum skólastigum, eflingu heilsugæslunnar með heilsueflandi móttökum, hollara matarframboði í íþróttamannvirkjum og að því að hafa hærri álögur á sykurríkum mat en lægri álögur á ávöxtum og grænmeti. Á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku var ákveðið að skipa starfshóp sem verður falið að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis.

Í stjórnarsáttmála kemur fram að skoða eigi beitingu efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Í minnisblaði Embættis landlæknis sem lagt var fram í ríkisstjórn fyrir rúmu ári kemur fram að embættið leggur áherslu á að lýðheilsusjónarmið verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að beita efnahagslegum hvötum þannig að þeir virki sem forvarnaraðgerð og verði til að bæta

...

Höfundur: Svandis Svavarsdóttir