Grísirnir Gná (til vinstri) og Glóð (til hægri) spiluðu lykilhlutverk í átakinu.
Grísirnir Gná (til vinstri) og Glóð (til hægri) spiluðu lykilhlutverk í átakinu. — Ljósmynd/Helgi Hjálmtýsson

Íbúar Bolungarvíkur hafa tekið höndum saman og rifið upp hvern einasta kerfil í bænum. Bæjarstjóri segir samkennd hafa aukist við átakið. Pétur Magnússon petur@mbl.is

Ég fékk þau skilaboð í gær að síðasti kerfillinn væri fallinn,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, en íbúar bæjarfélagsins hafa staðið að áralöngu átaki til að vinna bug á þessu ágenga illgresi.

Facebook-hópurinn Kerfilinn burt úr Bolungarvík var stofnaður fyrir sjö árum af áhugasömum bæjarbúum, en hópurinn hefur vaxið með hverju árinu og orðið að samfélagslegu átaki.

„Þar sem kerfillinn er ágeng tegund gerir hann gróðurfarið einsleitt, sem er ekki eftirsóknarvert fyrir okkur sem búum í Bolungarvík,“ segir Jón Páll. „Þetta er sjálfsprottið átak sem hefur hlaðið utan á sig. Þetta hófst þegar fólk byrjaði að birta „fyrir og eftir“ myndir af görðum og skurðum sem voru fullir af kerfli,

...