Eftir Arnar Þór Jónsson: „Allan vafa í þessum efnum ber þingmönnum að skýra íslenskri þjóð í vil, en ekki O3 eða ESB.“
Arnar Þór Jónsson
Arnar Þór Jónsson
Í aðsendri grein sem ber heitið „Dómarinn og þriðji orkupakkinn“ og birt var í Morgunblaðinu 1. ágúst sl. gerir Skúli Jóhannsson verkfræðingur persónu mína að umtalsefni og gerir sérstaka athugasemd við það, út frá almennum vanhæfissjónarmiðum, að ég hafi tjáð mig um innleiðingu þriðja orkupakka ESB (O3) í íslenskan rétt.

Að öðru leyti fjallar grein Skúla um „tæknileg rök“ fyrir því að innleiða beri O3. Í niðurstöðum hans koma fram áhyggjur af því að Íslendingar muni þurfa að þróa nýtt fyrirkomulag viðskipta með rafmagn verði O3 hafnað. Um þetta má nánar lesa niðurstöðukaflann í grein hans þar sem segir m.a. að með því að „afneita“ O3 „værum við að feta inn á nýjar brautir sem ég efa að sé tímabært, en innviðir okkar eru ekki nógu vel undirbúnir [...] Eins og staðan er í dag tel ég að forsendur séu ekki fyrir því að við ættum að þróa og gangsetja séríslenskt og heimasmíðað viðskiptakerfi með raforku. Væntanlegir viðskiptavinir okkar...