Eftir Geir Waage: „Sjálfstæðisflokkurinn á að falla frá stuðningi við að þriðji orkupakki Evrópusambandsins verði leiddur í íslenzk lög. Honum skal vísað frá á forsendu EES-samningsins sjálfs.“
Geir Waage
Geir Waage

Þann 30. maí í vor kom stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi saman til fundar vestur í Dölum. Að venju fluttu þingmenn flokksins í kjördæminu frásögn af gangi mála á Alþingi og í ríkisstjórn. Lofuðu þau gott samráð og samþykki ríkisstjórnarinnar og afrek hennar á hinum pólitíska vettvangi.

Á fundinum varð mikil umræða um þriðja orkupakkann. Fyrrverandi þingmaður flokksins opnaði umræðuna með aðvörunarorðum og efnislegri gagnrýni á allan framgang málsins. Allir ræðumenn, að undanteknum sitjandi þingmönnum, tóku í sama streng. Lýstu þeir allir stuðningi við eftirfarandi tillögu, sem fram var lögð á fundinum. Þegar ljóst var orðið að tillagan fengi brautargengi var brugðið á gamalreynt ráð: Formaður kjördæmisráðsins lagði fram dagskrártillögu: Málinu skyldi vísað til stjórnar kjördæmisráðsins. Hlýddu fundarmenn að undanteknum flutningsmönnum tillögunnar því boði. Tillagan með greinargerð hvílir því þar, því...