Eftir Ásu Hlín Benediktsdóttur: „Segjum nei við öllum orkupökkum, nei við Evrópusambandinu og nei við alþjóðavæðingunni.“
Ása Hlín Benediktsdóttur
Ása Hlín Benediktsdóttur

Ég er á móti þriðja orkupakkanum einfaldlega vegna þess að ég tel að með honum sé verið að færa okkur enn einu skrefinu nær því að selja orku úr landi og rígbinda okkur enn frekar á klafa evrópska reglubáknsins og alþjóðavæðingarinnar. Þriðji orkupakkinn er bara enn ein birtingarmynd þess að við séum að gangast alþjóðavæðingunni á hönd og þá ekki bara sem hugmyndafræði heldur með bindandi samningum.

Með alþjóðavæðingu á ég ekki við þær nokkur hundruð hræður sem þvælast nauðugar eða viljugar til Íslands eða frá því og stuðningsmenn þessarar gjörónýtu hugmyndafræði eru svo duglegir að benda á í barnaskap sínum.

Með alþjóðavæðingu á ég við hinn ömurlega arftaka nýlendustefnunnar sem gerir stórfyrirtækjum kleift að fara um heiminn eins og engisprettufaraldur og safna auði á hendur eina prósentsins.

Öll þau fyrirtæki sem í dag menga mest, valda dýrum og mönnum óendanlegum þjáningum, selja ópíóða, ryðja regnskóga og

...