Eftir Maríönnu H. Helgadóttur: „Frjálst flæði vinnuafls er afar mikilvægt fyrir samstarf Norðurlandaríkjanna.“
Maríanna H. Helgadóttir
Maríanna H. Helgadóttir

Náttúrufræðingar á Norðurlöndum hafa unnið að því að greina og taka saman upplýsingar um margvíslegar hindranir sem félagsmenn þeirra finna fyrir innan Norðurlandanna, en þær eru fleiri en margir myndu halda, ásamt því að gera tillögur að lausnum.

Afrakstur þessarar samvinnu er skýrsla sem ber heitið „Nordic Work Mobility and Labour Market – for Professional Scientists“ og var hún gefin út nú í sumar með fjárstuðningi frá Norðurlandaráði. Þau stéttarfélög náttúrufræðinga á Norðurlöndunum sem standa að þessari skýrslu eru: Félag íslenskra náttúrufræðinga á Íslandi, Jordbrugsakademikerne í Danmörku, Agronomiliitto og Loimu í Finnlandi, Naturviterna í Noregi og Naturveterne í Svíþjóð.

Skýrslan var unnin undir stjórn Naturveterne í Sviþjóð og var ritstjóri skýrslunnar Tobias Lundquist, en höfundar texta voru þau Jacob Holmberg, Tobias Lundquist, Heidi Hännikäinen, Suvi Liikkanen, Trygve Ulset, Maríanna H. Helgadóttir, Jacob Neergaard,

...