Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Hilmar Bragi Janusson tók við starfi forstjóra líftæknifyrirtækisins Genís á Siglufirði í maí 2017. Hann boðar stórsókn fyrirtækisins inn á fæðubótamarkaðinn í Evrópu en segir það aðeins fyrsta skrefið af mörgum í uppbyggingu þess. Í framtíðinni hyggst fyrirtækið einnig framleiða lyf úr rækjuskelinni sem fellur til fyrir norðan.

Það er á hráslagalegum haustdegi sem ég mæli mér mót við Hilmar Braga Janusson, forstjóra Genís, á skrifstofum félagsins við Aðalgötu 34 á Siglufirði. Sumarið hefur reynst allnokkru votviðrasamara fyrir norðan en sunnanlands.

Nú eru ríflega tvö ár síðan Hilmar vatt kvæði sínu í kross og tók við keflinu hjá Genís sem vinnur að hagnýtingu kítíns, hráefnis sem Genís kaupir af fyrirtækinu Primex sem aftur vinnur það úr rækjuskel. Margir ráku upp stór augu þegar tilkynnt var um ráðninguna enda hafði Hilmar Bragi átt farsælan feril til tveggja áratuga hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri hf....