Eftir Sveinbjörn Jónsson: „Stofnun sem telur sig þurfa að tala einu máli eða þegja vegna hagsmuna verkefna sinna getur ekki verið trúverðug vísindastofnun.“
Sveinbjörn Jónsson
Sveinbjörn Jónsson
Oft er gott að spá í hið ómögulega til að skilja betur hið mögulega. Óendanleikinn hefur þó öðlast nýja merkingu með tilkomu tölvunnar. Þegar ég var í barnaskóla var talað um eyjarnar á Breiðafirði og vötnin í Finnlandi sem óteljanleg en ég geri ráð fyrir að með tilkomu gervitungla og tölva sé skilgreiningin nú eina vandamálið. Sjómenn við austurströnd N-Ameríku á nítjándu öldinni höfðu orð á að ef öll þorskhrogn á stóru bönkunum þar yrðu að fullorðnum fiskum mætti ganga þurrum fótum milli Ameríku og Evrópu. Ég ætla ekki að reyna að sanna eða afsanna þessa fullyrðingu en mig langar að setja fram aðra um sama efni sem ég tel komast nær því að auka skilning okkar.

Ef öll hrogn úr einni vel þroskaðri þorskhrygnu (um 20 milljón) frjóvguðust og lifðu til að ná rúmlega meters lengd og systkinin myndu svo bíta í sporðinn hvert á öðru og mynda eina röð væri sú röð 20 þús. km löng. Eða um 3.400 km lengri en vegalengdin frá Reykjavík til Sidney í Ástralíu.

Ef þau næðu...