Sigurgestur Ingvarsson fæddist á Uxahrygg í Rangárþingi 10. nóvember 1933. Hann lést 1. september 2019.

Foreldrar hans voru Ingvar Sigurðsson, f. 30. mars 1901 á Nesi í Norðfirði, og Hólmfríður Einarsdóttir, f. 22. apríl 1896 í Berjanesi í Vestur-Landeyjum. Systkini Sigurgests samfeðra voru Sigurður og Aðalheiður, þau eru bæði látin. Alsystkini hans voru átta: Elín, Einar, Guðlaug, Jólín, Trausti, Sigurður, Ráðhildur og Kristbjörg. Kristbjörg lifir bróður sinn, sem og uppeldissystirin Kristjana Ragnarsdóttir, en hin eru látin.

Þann 9. desember 1972 kvæntist Sigurgestur eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Erlendsdóttur, f. 30. maí 1949 og eignuðust þau tvö börn: 1) Áslaug, f. 24. desember 1971, gift Dagbjarti Jónssyni og eru börn þeirra Trausti, f. 2002, Njörður, f. 2003, Droplaug, f. 2006, Sóley f. 2008, og Vésteinn, f. 2012. 2) Frosti, f. 24. maí 1974, kvæntur Sigurlínu Hrund Kjartansdóttur og eru börn þeirra Elínborg María, f. 2005, Ásrún Ólöf, f. 2008, og...