Gunnar Albertsson frá Skagaströnd fæddist 7. nóvember 1933 á Keldulandi í Skagahreppi, Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést 27. júlí 2019 á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.

Gunnar var sonur hjónanna Alberts Erlendssonar og Sigurlínu Lárusdóttur sem bjuggu lengst af á Keldulandi. Áður höfðu þau búið austan á skaganum, Skagafjarðarmegin, á Selá og Reykjum á Reykjaströnd. Gunnar átti tvo bræður, Ármann Eydal sem var elstur og er látinn og Óla Einar sem var yngstur og býr nú á Skagaströnd.

Gunnar ólst upp á Keldulandi og gekk í skóla á Hofi í Skagahreppi. Hann byrjaði 13 ára á sjó frá Skagaströnd, fyrst á skektu, svo á trillu, síðan bátum og togurum frá Skagaströnd og öðrum stöðum, eins og Suðurnesjum, Flateyri og Akranesi. Hann tók minna mótorvélstjóraprófið 1957 á Akureyri.

Sama ár eignaðist hann soninn Svein Odd, f. 30. nóvember 1957, d. 2011, með Guðbjörgu Sveinbjörnsdóttur, á Akranesi. Hinn 30. maí 1959 giftist Gunnar Hrefnu Björnsdóttur á Skagaströnd, f. 1....