Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen fagna góðum sigri gegn N-Írum.
Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen fagna góðum sigri gegn N-Írum. — Morgunblaðið/Kristinn
Atli Eðvaldsson fæddist í Reykjavík 3. mars 1957. Hann lést á líknardeild Landspítalans 2. september 2019.

Atli var sonur Eðvalds Hinrikssonar og Sigríðar Bjarnadóttur. Hann var næstyngstur fjögurra systkina, þeirra Bjarna, Jóhannesar og Önnu.

Atli giftist Steinunni Guðnadóttur 27. júní árið 1981 og eignaðist með henni fjögur börn. Þau eru: Egill, f. 1982, maki Björk Gunnarsdóttir, börn Emil, f. 2014, og Leó, f. 2017. Sif, f. 1985, maki Björn Sigurbjörnsson, barn Sólveig, f. 2015. Sara, f. 1991, maki Ármann Viðar Sturlaugsson, börn Atli Steinn, f. 2013, og Máni Steinn, f. 2017. Emil f. 1993, maki Hanna Sólbjört Ólafsdóttir.

Atli og Steinunn útskrifuðust úr ÍKÍ árið 1980 og héldu að lokinni útskrift til Þýskalands þar sem Atli hóf farsælan atvinnumannaferil sinn í knattspyrnu. Að loknum þeim ferli tók við þjálfaraferill sem náði ákveðnum hápunkti þegar hann tók við landsliði Íslands árið 1999.

Útför Atla fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 12. september 2019,...