Erik Hamrén opinberar landsliðshópinn á föstudaginn fyrir leikina gegn heimsmeisturum Frakklands og Andorra í undankeppni Evrópumótsins en leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum 11. og 14. þessa mánaðar.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson verða valdir í hópinn en þeim hefur enn tekist að finna ný lið eftir að hafa yfirgefið félög sín í sumar.

Það leynist engum að Birkir og Emil eru góðir fótboltamenn og hafa þjónað íslenska landsliðinu vel í gegnum árin en getur Hamrén varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri leikæfingu í landsliðshópinn?

Bæði Birkir og Emil komu við sögu í síðustu leikjum landsliðsins í undankeppninni sem voru á móti Moldóvu og Albaníu. Birkir var í byrjunarliðinu í báðum leikjunum og skoraði eitt mark í sigurleiknum á

...