Byggt við Öskjuhlíð Fulltrúar verkalýðsfélaga þrýsta á um vaxtalækkanir.
Byggt við Öskjuhlíð Fulltrúar verkalýðsfélaga þrýsta á um vaxtalækkanir. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, segir háar álögur á bankana þrengja að svigrúmi þeirra til vaxtalækkana. Með lægri álögum væri jafnvel hægt að lækka vexti af íbúðalánum um 1%.

Fram kom í Morgunblaðinu sl. föstudag að vextir íbúðalána væru nú taldir sögulega lágir á Íslandi. Daginn eftir ræddi Morgunblaðið við Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, sem taldi áskorun að ávaxta lífeyri í þessu lágvaxtaumhverfi. Vextir væru nú sögulega lágir hér og á flestum vestrænum fjármálamörkuðum, jafnvel neikvæðir.

Eftir að þessar fréttir birtust lýstu þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, því yfir í spjallþáttum á RÚV að bankarnir hefðu ekki skilað vaxtalækkunum Seðlabankans til lántaka.

Taldi Ragnar Þór m.a. að lífeyrissjóðirnir ættu að sameinast

...