Prestar og prelátar Leifur Ragnar Jónson, Kristján Björnsson vigslubiskup, Kristján Arason, Hannes Björnsson og Sigurður Jónsson.
Prestar og prelátar Leifur Ragnar Jónson, Kristján Björnsson vigslubiskup, Kristján Arason, Hannes Björnsson og Sigurður Jónsson. — Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Guðlaugur J. Albertsson
gullialla@simnet.is

Safnaðarheimili Patreksfjarðarkirkju var vígt við hátíðlega athöfn síðastliðinn sunnudag. Að lokinni messu í kirkjunni vígði Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, húsið til almenns safnaðarstarfs. Mikil og fjölbreytt starfsemi er nú í safnaðarheimilinu.

Við messu í Patreksfjarðarkirkju prédikaði vígslubiskup og þjónaði fyrir altari ásamt sóknarpresti, séra Kristjáni Arasyni, og þremur fyrrverandi þjónandi prestum prestakallsins, þeim séra Sigurði Jónssyni sem þjónaði prestakallinu 1988-1991, séra Hannesi Björnssyni sem þjónaði 1992-2001 og séra Leifi Ragnari Jónssyni sem þjónaði í Patreksfjarðarprestakalli frá 2001-2017. Að messu lokinni var gengið yfir í safnaðarheimilið þar sem heimilið var vígt og sóknin bauð gestum upp á kaffi og kökur.

Patreksfjarðarkirkja fékk húsið að gjöf frá útgerðinni Odda hf. árið 2007, á 100 ára afmæli kirkjunnar. Síðan hefur sóknin staðið í miklum endurbótum á húsinu með...