Fóður 95% af metangaslosun Jórturdýra kemur frá ropa.
Fóður 95% af metangaslosun Jórturdýra kemur frá ropa. — Morgunblaðið/RAX
Bylting er að verða í tækniþróun í fóðurframleiðslu með tilkomu nýs íblöndunarefnis í fóður fyrir jórturdýr, að sögn Eyjólfs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Fóðurblöndunnar.

Eyjólfur segir frá því í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag að um 10% af kolefnislosun heimsins komi frá jórturdýrum, en von sé á nýju bætiefni á markaðinn innan þriggja ára sem minnka muni metangaslosun og um leið kolefnisspor jórturdýra um 30%. „Þetta er íblöndunarefni í fóður og þegar það kemur á markaðinn mun það minnka árlegan kolefnisútblástur hér á Íslandi um meira en sem nemur útblæstri alls íslenska bílaflotans.“

Noregur vill skilyrða notkun

Hann segir að ríkisstjórnir bæði Nýja-Sjálands og Noregs hafi nú til skoðunar að banna sölu fóðurs í löndunum nema það innihaldi þetta nýja efni þegar það verður tilbúið. „Það er búið að prófa efnið í tilraunabúum með 7-800 kýr í Bandaríkjunum og Kanada og það hefur gefið mjög góða raun.“