Eftir Einar Þór Jónsson: „Við eigum að normalísera geð og fjölbreytileika. Okkur farnast best þegar við umvefjum hvert annað á vegferðinni til betri líðanar.“
Einar Þór Jónsson
Einar Þór Jónsson
Við höfum öll geð og við verðum öll einhvern tímann veik á lífsleiðinni, en það er ekki þar með sagt að við verðum öll geðveik. Við þurfum hins vegar öll að sýna því skilning að það geti gerst hjá hverju og einu okkar og þessi skilningur hefur aukist á síðustu árum.

Stundum þegar ég hugsa um geðsjúkdóma hef ég hugsað til þess að þeir sem veikjast á geði þurfi sinn fána til að flagga fjölbreytileika, því geðröskun er svo mismunandi hjá hverju og einu okkar og hvernig hún birtist. Fjölbreytni í meðferðarnálgun er þess vegna eitt af mikilvægustu baráttumálum okkar hjá Geðhjálp.

Geðheilbrigðisdagurinn, sem er á morgun, er til þess fallinn að flagga fyrir fjölbreytileika geðsjúkdóma og minna á að fólk sem veikist á geði þarf að fá tækifæri til að halda virðingu sinni og reisn í öllum aðstæðum. Við viljum öll skipta máli og lifa mannsæmandi lífi.

Betri staða...