Keypt inn Dóra gerir lifrarpylsu á hverju hausti. Hún segir að þetta sé ekkert mál nú til dags.
Keypt inn Dóra gerir lifrarpylsu á hverju hausti. Hún segir að þetta sé ekkert mál nú til dags. — Ljósmynd/Bjarni Sveinsson
Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

„Þetta var ekkert mál, ég er vön að vinna hratt. Mér finnst rosalega gaman að gera þetta. Það tilheyrir haustinu að taka slátur,“ sagði Dóra Steindórsdóttir, sem bráðum verður 85 ára. Hún keypti 31 slátur á sláturmarkaði SS og Hagkaupa á fimmtudaginn var og vann úr þeim daginn eftir. Dóttir hennar, Steinunn Þorvaldsdóttir, var með henni og voru þær mæðgur um sjö klukkutíma að þessu smáræði sem Dóru fannst. Lifrarpylsan fer á fjögur heimili og verður borðuð með góðri lyst í vetur.

Dóra er fædd í Vestmannaeyjum og kennd við Hlíðardal þar sem hún ólst upp. Guðjón Jónsson, fósturfaðir hennar, var sjómaður og líka með kindur sem var slátrað heima. Dóra kynntist því snemma sláturgerð. Hún lærði líka að reyta lunda og fýlsunga og sat við að reyta fýlinn frá morgni til kvölds á meðan fýlatíminn stóð yfir. Dóra kunni vel að meta saltaðan fýl.

Hún giftist...