Ráðhúsið Borgin segist tapa 4,5 til 5 milljarða útsvarstekjum á sjö árum.
Ráðhúsið Borgin segist tapa 4,5 til 5 milljarða útsvarstekjum á sjö árum. — Morgunblaðið/Ómar
Ætla má að útsvarstekjutap Reykjavíkurborgar vegna skattfrjálsrar greiðslu séreignarsparnaðar inn á fasteignalán nemi alls u.þ.b. 4,5 til 5 milljörðum á tímabilinu frá 1. júlí 2014 til 30. júní 2021. Talið er að árlegt tekjutap sveitarfélaga landsins vegna þessa úrræðis nemi tveimur milljörðum á ári. Þetta kemur fram í umsögn Reykjavíkurborgar við fjárlagafrumvarpið.

Framlengd tvisvar

Þar segir að síðustu ár hafi skattfrjáls nýting séreignarsparnaðar tekið við af vaxtabótum sem úrræði til að létta undir með íbúðakaupendum og hafi því ríkið velt stórum hluta af kostnaðinum yfir á sveitarfélög. Heimildin hafi verið framlengd tvisvar sinnum.

Þessar aðgerðir hafi bein áhrif á útsvarstekjur sveitarfélaga og krefst Reykjavíkurborg þess að borginni og öðrum sveitarfélögum „verði bætt það útsvarstekjutap að fullu sem hefur hlotist af ákvörðun Alþingis um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar“.

Segir einnig að 244...