Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn barnungum syni sínum. Brotin framdi maðurinn á árunum 1996 til 2003 þegar sonur hans var fjögurra til ellefu ára. Refsingin er í samræmi við kröfur ákæruvaldsins, sem fór ekki fram á hámarksrefsingu og mun ekki áfrýja niðurstöðunni.

Brotin voru alvarleg og beindust að mikilsverðum hagsmunum segir í dóminum. „Beitti hann barnungan son sinn kynferðislegu ofbeldi árum saman. Voru brotin framin í skjóli trúnaðartrausts sem ríkti á milli ákærða og brotaþola. Á ákærði sér engar málsbætur,“ sagði þar.

Ákæra á hendur manninum var gefin út í maí á þessu ári eftir að sonur hans kom á lögreglustöð í október fyrir tveimur árum og lagði fram kæru á hendur föður sínum.

Í ákærunni segir að maðurinn hafi nauðgað syni sínum og brotið gegn honum með öðrum hætti á átta ára tímabili þegar sonurinn var fjögurra til ellefu ára. Faðirinn hafi...