Í vikunni Þetta er nýjasta myndin af Leirfinni. Hún var tekin í varðveisluhúsi Þjóðminjasafnins á mánudag. Þetta er eina litmyndin sem blaðið á.
Í vikunni Þetta er nýjasta myndin af Leirfinni. Hún var tekin í varðveisluhúsi Þjóðminjasafnins á mánudag. Þetta er eina litmyndin sem blaðið á. — Morgunblaðið/Eggert

Fréttaskýring

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Frægasta leirstytta Íslandssögunnar, Leirfinnur, hefur oft ratað í fréttir fjölmiðla undanfarin 45 ár, allt frá því hún var kynnt til sögunnar haustið 1974. Nú síðast var sett fram tilgáta um að leirstytturnar væru tvær. Morgunblaðið kannaði málið og niðurstaðan var þessi: Það er bara einn Leirfinnur. Og hann er núna varðveittur í húsnæði Þjóðminjasafnsins í Hafnarfirði.

Fyrir stuttu birtist í fréttum Ríkissjónvarpsins viðtal við Ólöfu Nordal myndlistarmann, sem er að undirbúa yfirlitssýningu um feril sinn.

Í viðtalinu rifjaði hún meðal annars upp verk sem hún vann fyrir Kristnitökuhátíðina á Alþingi árið 2000. Ólöf ákvað að leggja Sævari Ciesielski lið með því að endurgera Leirfinn og setja á staur á Þingvöllum þar sem þingheimur þyrfti að ganga fram hjá honum og sjá hann.

...