Klúður Það er óheppilegt að FATF-málið skuli koma upp einmitt þegar Netflix hefur sýningar á nýrri kvikmynd um Panama-lekann, þar sem Ísland kemur við sögu. Ingvar áætlar að orðsporstjónið vegna ákvörðunar FATF geti snert hundruð íslenskra fyrirtækja. Gary Oldman og Antonio Banderas í hlutverkum sínum í <strong> The Laundromat</strong> .
Klúður Það er óheppilegt að FATF-málið skuli koma upp einmitt þegar Netflix hefur sýningar á nýrri kvikmynd um Panama-lekann, þar sem Ísland kemur við sögu. Ingvar áætlar að orðsporstjónið vegna ákvörðunar FATF geti snert hundruð íslenskra fyrirtækja. Gary Oldman og Antonio Banderas í hlutverkum sínum í The Laundromat . — Stilla/Netflix

Baksvið

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Eins og Morgunblaðið fjallaði um í síðustu viku er Ísland komið á „gráan lista“ eftirlitsstofnunarinnar FATF, sem vaktar hversu vel þjóðir heims reyna að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samtökin höfðu bent á 51 ágalla í peningaþvættisvörnum Íslands og var búið að bregðast við nær öllum, en þrír stóðu þó enn út af að mati FATF.

Ísland er ekki í sérlega góðum félagsskap á gráa listanum en þau tólf lönd sem núna hafa þennan skammarstimpil eru flest gjörspillt eða að í þeim ríkir upplausnarástand. Eru þetta lönd á borð við Pakistan, Sýrland, Jemen, Simbabve, Kambódíu og Gana, en líka lönd sem eru þekkt sem skattaskjól s.s. Bahamaeyjar og Panama.

Íslensk stjórnvöld vonast til að landið komist af gráa listanum von bráðar, jafnvel strax í febrúar á næsta ári, en Ingvar Örn Ingvarsson segir að skaðinn sé þegar skeður og hætta

...