Oddeyrin Verði hugmyndin að veruleika verður svona umhorfs við gatnamót Strandgötu og Hjalteyrargötu. Breyting verður því talsverð.
Oddeyrin Verði hugmyndin að veruleika verður svona umhorfs við gatnamót Strandgötu og Hjalteyrargötu. Breyting verður því talsverð. — Tölvumynd/Zeppelin arkitektar

Úr bæjarlífinu

Margrét Þóra Þórsdóttir

Akureyri

Fyrsti snjórinn þetta haustið féll á Akureyri í gær, allt hvítt þegar þorpsbúarnir opnuðu augun og dagurinn hófst. Misvel undirbúnir auðvitað eins og gengur, þegar kemur að bílum og hjólbörðum. Margir fara að huga að dekkjaskiptum eftir að fyrsti snjór haustsins lætur sjá sig.

Akureyrarbær hefur hvatt bæjarbúa, þá sem það mögulega geta, að velja aðra kosti en nagladekk. Bærinn sem sé biður íbúana að hugleiða og meta hvort nagladekk séu nauðsynleg eða hvort þeir hafi möguleika á að velja aðrar tegundir hjólbarða undir bíla sína og stuðla á þann hátt að bættum loftgæðum og minni hávaða í bænum.

Fram kemur á vef bæjarins að undanfarin fimm ár hafa að meðaltali 74% bifreiðaeigenda á Akureyri ekið um á negldum hjólbörðum og að notkun þeirra hafi aukist verulega undanfarin tvö ár. Bent er á að svifryk...