Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is

Aðalráðgjafi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri bandarískir embættismenn hafa verið í Nuuk, höfuðstað Grænlands, síðustu daga og danskir stjórnmálaskýrendur telja líklegt að markmiðið með heimsókninni sé að auka áhrif Bandaríkjanna á eyjunni. Nokkrir fréttaskýrendur hafa leitt getum að því að stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafi einsett sér að „vinna hug og hjarta“ Grænlendinga með það fyrir augum að fá þá til að segja skilið við Danmörku, hugsanlega til að verða hluti af Bandaríkjunum.

„Kaupin lögð á ís“

Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði til í ágúst að Bandaríkin keyptu Grænland og hann aflýsti ferð til Kaupmannahafnar, sem ráðgerð hafði verið í byrjun september, eftir að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, neitaði að ræða tillöguna. Kristian Mouritzen, fréttaskýrandi danska blaðsins Berlingske, segir að því fari fjarri að...