Í friðargarðinum Fritz segir starf prestsins margslungið og skemmtilegt, en hann vígðist til prests þegar hann var orðinn 54 ára.
Í friðargarðinum Fritz segir starf prestsins margslungið og skemmtilegt, en hann vígðist til prests þegar hann var orðinn 54 ára. — Morgunblaðið/Eggert
Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Hann hefur alla tíð verið mikill aðdáandi glæpasagna og hefur skrifað fimm slíkar sögur sjálfur. Séra Fritz Már segir starf prestsins efla sig í bókaskrifunum.

Fyrir mér er það að skrifa fullkomin afþreying. Þannig hvílist ég. Núna er ég eina stundina að skrifa doktorsritgerð en hina stundina að skrifa glæpasögu. Mér finnst gott að fást við tvennt svo gjörólíkt á sama tíma. Að skrifa glæpasögur finnst mér fyrst og fremst gaman,“ segir Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkurkirkju, sem sendi í sumar frá sér fimmtu glæpasögu sína, Líkið í kirkjugarðinum. Næsta bók, sem hann vinnur að núna, verður einnig sumarbók í kiljuformi og mun koma út að liðnum þessum vetri.

„Núverandi útgefandi minn hjá Uglu vill meina að það séu ekki margir prestar að skrifa glæpasögur, en ég skrifa glæpasögur af því að mér finnst slíkar sögur æðislegar og hefur...