— Morgunblaðið/Eggert

Iceland Airwaves sem er fjögurra daga tónlistarhátíð í Reykjavík hófst í gær. Forseti Íslands setti hátíðina á hjúkrunarheimilinu Grund. Í gærkvöldi voru síðan 26 tónleikar á fimm stöðum í miðborg Reykjavíkur. Meðal annars kom söngkonan Valborg Ólafs fram í Hressingarskálanum með samnefndu bandi. Hafði hún salinn á sínu bandi. Hátíðinni lýkur með stórtónleikum á Hlíðarenda á laugardagskvöldið. 73