Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur: „Viðreisn stendur fyrir ábyrga fjármálastjórn og það erum við að sýna í Reykjavík með fjárhagsáætluninni sem nú hefur verið lögð fram fyrir árið 2020.“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna er ráðstöfun almannafjár. Á hinu pólitíska sviði tökumst við á um hvernig skipta skuli kökunni, hvað sé nauðsynlegt að fjármagna og hvað ekki.

Viðreisn stendur fyrir ábyrga fjármálstjórn og það erum við að sýna í meirihluta Reykjavíkur með fjárhagsáætluninni sem nú hefur verið lögð fram fyrir árið 2020. Við höfum sannfæringu um að fjármunum almennings skuli ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni. Til þess er okkur stjórnmálafólkinu treyst og ábyrgð okkar er því sannarlega mikil.

Við fylgjum góðri og agaðri fjármálastjórn. Gerð er 1% hagræðingarkrafa á öll svið og verður 12,9 milljarða afgangur af rekstri samstæðu borgarinnar. Þetta er um 2 milljörðum betri útkoma en fyrir árið 2019. Af rekstri A-hluta verður 2,5 milljarða afgangur. Til samanburðar verður afgangur af rekstri ríkissjóðs, samkvæmt fjárlagafrumvarpi formanns Sjálfstæðisflokksins, 367,4 milljónir. Tekjur...