Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur: „Aðili sem er ásakaður um einelti eða kynferðisofbeldi á rétt á að vita hvert sakarefnið er sem hann þarf að taka afleiðingum af.“
Kolbrún Baldursdóttir
Kolbrún Baldursdóttir
Í morgun eins og aðra morgna gekk fólk til vinnu sinnar, sumir léttir í spori, fullir orku og tilhlökkunar á meðan skref annarra voru þyngri, jafnvel blýþung. Þungu skrefin voru skref þeirra sem lagðir eru í einelti á vinnustað sínum.

Í dag, 8. nóvember, er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins verður í þessari grein fjallað um einelti á vinnustað.

Birtingarmyndir eineltis á vinnustað eru margar og mismunandi, allt eftir eðli og aðstæðum á vinnustaðnum og fólkinu sem þar starfar. Stjórnun og stjórnunarstíll hefur mikil áhrif á vinnustaðamenninguna en einnig fjölmargir aðrir þættir. Þar sem einelti hefur náð fótfestu geta þolendur og gerendur verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða almennra starfsmanna.

Dæmi um eineltishegðun í garð samstarfsaðila er:

• Sýna dónalega, ruddalega eða hrokafulla framkomu.

...